logo

Um Fræið

Fræið er einstök deild innan Fjarðarkaupa sem hefur verið til staðar frá árinu 2003 og var stofnuð með það að markmiði að bjóða upp á fjölbreytt úrval heilsuvara á lágu verði. Ætlunarverkið hefur sannarlega tekist. Fræið hefur fengið að vaxa og dafna með tilheyrandi bætingu í vöruúrvali og hefur verslunin ávallt komið vel út í verðsamanburðarkönnunum.

Áhugi á lífrænt ræktuðum vörum hefur aukist mikið hér á landi undanfarin ár. Með opnun Fræsins var riðið á vaðið með heilsuvörur til þess að geta boðið sívaxandi hópi heilsumeðvitaðra viðskiptavina upp á hollari hráefni á lægra verði. Fræið er einskonar búð inni í búð, sérverslun innan Fjarðarkaupa þar sem allar heilsuvörurnar eru samankomnar á einum stað til að einfalda þér innkaupin.

Hjá okkur þaftu ekki að leita sérstaklega að lífrænt ræktaðri matvöru meðal annarra matvara eða afla þér mikilla upplýsinga um heilsuvörur áður en þú kemur og verslar. Í Fræinu er allt á sama stað svo þú þurfir að hafa sem minnst fyrir því að breyta mataræðinu til hins betra. Í Fræinu fæst mikið úrval af alls kyns heilsuvörum og matvöru úr lífrænt ræktuðu hráefni. Meðal þess sem fá má í fræinu er alls kyns barnamatur, lífrænt ræktað korn og mjöl, spelt, heilveiti- og speltpasta, tilbúnar súpur og sósur úr lífrænu hráefni, te, fæðubótarefni, vítamín og margt fleira.