logo

Hamborgarhryggur FK – uppskrift

Home » Fréttir » Hamborgarhryggur FK – uppskrift

Hamborgarhryggur FK – uppskrift

| Fréttir | May 13, 2014


Hér er uppskrift að eldun á hamborgarhrygg Fjarðarkaupa:

3 kg hamborgarhryggur Fk
2 litlar dósir tómatpúrra
0,5 ltr. maltöl

Glassering:
1 bolli púðursykur
1/2 bolli tómatsósa
1/2 bolli sætt sinnep
1 1/2 bolli rauðvín

Hunangsrauðvínssósa:
150 gr. smjör
1 stk. laukur (smátt saxaður)
1 tsk. hvítur pipar
1/2 flaska rauðvín
1 1/2 ltr. soð af hryggnum
175 gr. smjörbolla (100 gr. hveiti)
1/2 ltr. rjómi
1/2 dós hunang
1 msk. sinnep
kjötkraftur

Eldun:

Hryggurinn er soðinn rólega í 50 mín. í vatni, malti og tómatpúrru.

Glasserning:
Öllu blandað saman og látið krauma í um 5 mín. Hryggurinn þá penslaður með glasseringunni og settur í 200° heitan ofn í 15 mín.

Hunangsrauðvínssósa:
Laukurinn er látinn krauma í smjöri, piparnum bætt út í ásamt rauðvíni, soði, hunangi, sinnepi og rjóma. Kryddið með kjötkrafti og þykkið með smjörbollu ef þurfa þykir.

About the author

This author has yet to write their bio.

No comments so far!