logo

Pizzadagar í FK – uppskrift að hollustupizzu

Home » Fréttir » Pizzadagar í FK – uppskrift að hollustupizzu

Pizzadagar í FK – uppskrift að hollustupizzu

| Fréttir | May 12, 2014


Nú eru pizzadagar í Fjarðarkaupum. Hér er góð uppskrift að hollustupizzu sem okkur langar að deila með ykkur:

Speltpizza / Pizzubotn úr spelti
nóg í u.þ.b. tvær 14“ pizzur

100g fínmalað spelt frá Himenskri Hollustu
100g grófmalað spelt frá Himneskri Hollustu
3 tsk vínsteinslyftiduft frá Natufood
2 msk kaldpressuð ólífuolía frá Himneskri Hollustu
1 msk krydd t.d. oreganó, garðablóðberg/timian, basilíka eða pizzakrydd frá Himneskri Hollustu
1-2 tsk sjávarsalt frá Rapunzel
100ml heitt vatn eða AB-mjólk
2 krukkur tómatpúrra frá Himneskri Hollustu

Aðferð:
1. Blandið saman spelti, vínsteinslyftidufti, salti og kryddi.
2. Bætið ólífuolíunni saman við og vatni eða AB-mjólk á meðan þið hrærið blöndunni létt saman – hrærið þangað til að kúla myndast, passa að ofhræra ekki.
3. Hnoðið deigið létt og lítið.
4. Skiptið deiginu í tvo jafna hluta og fletið út á bökunarpappír í ca tvær 14“ pizzur.
5. Berið kaldpressaða ólífuolíu á botnana og forbakið við 200°C í 5 mín.
6. Takið botnana út úr ofninum, berið tómatpúrruna á þá og ykkar uppáhalds álegg.
7. Bakið við 200°C í 10-15 mín.

Punkturinn yfir i-ið er að bera fram pizzuna með heimalagaðri hvítlauksolíu.
Heimalöguð hvítlauksolía
Kaldpressuð ólífuolía frá Himneskri Hollustu
Hvítlauksrif (pressað)
Steinselja eða annað krydd frá Himneskri Hollustu

Hugmyndir af áleggi á pizzuna
Pizza með spergilkáli, lauk, papríku og fetaosti: Setjið spergilkál, lauk, papríku og fetaost á pizzuna og bakið.

Ostur og parmaskinka, borið fram með klettasalati og kirsuberjatómötum: Setjið ostinn og parmaskinkuna á pizzuna og bakið – setjið klettasalatið og tómatana yfir þegar pizzan kemur úr ofninum.

Mozzarella, plómutómatar og parmesan ostur. Setjið mozzarellasneiðar og þunnar sneiðar af ferskum plómutómötum á pizzuna og bakið – rifinn parmesan fer yfir þegar pizzan kemur úr ofninum.

Mozzarella, parmaskinka og ætiþistlar. Setjið sneiðar af mozzarella og ætiþistlum á pizzuna og bakið – parmaskinku yfir þegar pizzan kemur úr ofninum.

About the author

This author has yet to write their bio.

No comments so far!