logo

Sumarleikur Fjarðarkaupa 2014

Home » Fréttir » Sumarleikur Fjarðarkaupa 2014

Sumarleikur Fjarðarkaupa 2014

| Fréttir | June 23, 2014


sumarleikur-hausSumarleikur Fjarðarkaupa 2014 er nú hafinn. Leikurinn er bæði umfangsmeiri og vinningarnir glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Má rekja það meðal annars til þess að við erum að taka í gagnið nýja heimasíðu og opna Facebooksíðu fyrir Fjarðarkaup en eins og margir vita hefur hannyrðadeildin okkar, Rokka, verið á Facebook undanfarin misseri og verður áfram.

Af þessum skemmtilegu tilefnum verður leikurinn í raun tvöfaldur. Annars vegar verða hinir hefðbundnu þátttökuseðlar í Fjarðarkaupum sem eru fylltir út þar og skilað á kassa. Hins vegar má auka vinningslíkurnar verulega með því að fara á heimasíðu okkar eða á Facebook og skrá inn umbeðnar upplýsingar. Þarna gæti númerið neðst á kassakvittuninni skilað veglegum vinningi en nauðsynlegt er að geyma kvittunina og framvísa henni ef til kæmi.

Allir þátttakendur eru í pottinum sem dregið verður úr reglulega í sumar en að auki verður dregið sérstaklega úr nöfnum þeirra sem skrá sig á Facebookog þar eru veglegir aukavinningar í boði.

Dregið verður á Rás 2 fimm föstudaga í sumar, fyrst 4. júlí.

Aðalvinningar eru:

1. Borgarferð fyrir 2 til Lissabon með Heimsferðum
2. Fjarðarkaup – 10 x 10.000 kr. inneignarkort
3. ÓB bensín – 5 x 15.000 kr. eldsneytisúttekt
4. Gasgrill x 2 frá Ellingsen
5. Barnareiðhjól x 2 frá Ellingsen

Og svo eru það aukavinningarnir fyrir þá sem taka þátt á Facebook:

1. Nokia Lumia símar x 4 
2. Miðar á Þjóðhátíð í Eyjum 2×2
3. Appelsínkríli og fótbolti X 100

Við hvetjum alla viðskiptavini okkar til að vera með í leiknum, bæði í búðinni og á netinu. Munið að geyma kassakvittanirnar 🙂

About the author

This author has yet to write their bio.

No comments so far!