Einstök verslun

Sagan

Í hrauninu ofan við Engidalinn, innan bæjarmarka Hafnarfjarðar, stendur stórt verslunarhús merkt Fjarðarkaup. Þarna hefur verið rekin verslun síðan 1982 en saga fyrirtækisins er mun lengri. Hana má rekja aftur til ársins 1973 þegar hlutafélagið Fjarðarkaup var stofnað.

Markmiðið með félaginu var að stofnsetja og reka lágvöruverðsverslun við Trönuhaun í Hafnarfirði. Fyrirkomulagið var farið að ryðja sér til rúms hér á landi og hugmyndafræðin var sú að kosta sem minnstu til við reksturinn svo stilla mætti verðlagi í hóf. Vörunum var komið fyrir á brettum á búðargólfinu, þær voru ekki einu sinni teknar upp úr kössunum. Fyrst í stað var úrvalið takmarkað, ekkert kjöt, engin mjólk, enginn fiskur. Enda ekki nema fyrir útvalda að fá að versla með slíkar vörur. Þær voru seldar í sérstökum verslunum; kjötbúðinni, fiskbúðinni, mjólkurbúðinni. En í áranna rás fengust leyfi til þess að bæta þessum vörum við í Fjarðarkaupum eins og öðrum matvöruverslunum og smám saman stækkaði verslunin og sprengdi utan af sér hvert rýmið af öðru. Einhvern tímann sagði einhver einhvers staða að verslunin hafi verið stækkuð alls 11 sinnum – en það verður ekki selt dýrara en það var keypt. Þó alls ekki undir kostnaðarverði …

En áður en lengra er haldið gæti verið áhugavert að athuga hvað var um að vera í íslensku samfélagi um þær mundir sem Fjarðarkaupum var hleypt af stokkunum árið 1973?

Jú, ýmsar fleiri stórfréttir bárust landsmönnum, meðal annarra þessar: Þá gaus í Vestmannaeyjum. Landhelgisgæslan klippti trollin í gríð og erg aftan úr breskum togurum og skaut á þá úr fallbyssu í “blóðugu” þorskastríðinu. Bresk herskip sigldu á íslensk varðskip. Bankastjórn Seðlabankans hækkaði stofngengi íslenskrar krónu um 6% til að draga úr verðbólgu. Þetta var í fyrsta skipti sem þetta var gert síðan 1924. Margrét Danadrottning kom í heimsókn. Nixon og Pompidou hittust á Íslandi til skrafs og ráðagerða. Menntamálaráðuneytið auglýsti að Z væri afnumin og Geir Hallgrímsson varð formaður Sjálfstæðisflokksins.

Stofnendurnir

Stofnendur og fyrstu eigendur Fjarðarkaupa hf. voru annars vegar hjónin Ingibjörg Gísladóttir og Sigurbergur Sveinsson og hins vegar Bjarni Blomsterberg og kona hans Valgerður Jónsdóttir.

Hin fyrrnefndu, Ingibjörg og Sigurbergur, keyptu hlut Bjarna og Valgerðar árið 1993 og hafa síðan verið einu eigendur verslunar- innar. Synirnir tveir, Sveinn og Gísli, og önnur dóttirin, Hjördís, starfa við fyrirtækið ásamt föður sínum en Ingibjörg lést í desember 2009.

KolahagfræÐin

Sigurbergur dvaldi að Húsum í Selárdal frá því hann var 6 ára til 15 ára aldurs. Frumhugmyndin að nafngift kolahagfræðinnar, en það hugtak er gjarnan notað til að lýsa hugmyndafræðinni í rekstri Fjarðarkaupa, er ættuð þaðan. Hjónin þar voru mjög aðhaldssöm og allt var nýtt í þaula. Ekkert var keypt sem ekki var til inneign fyrir í Kaupfélaginu. Fötin voru stagbætt og notuð nánast þar til þau urðu að dufti og mór var tekinn upp til húshitunar og eldamennsku í stað þess að kaupa kol. Sigurbergur man til dæmis eftir því að þegar hann var 8 eða 9 ára hafði reikningurinn frá Kaupfélaginu borist og uppgjörið var þannig að eigendur Húsa áttu inni 1.000 krónur. Þá var svolítill rígur milli bæja og á næsta bæ, prestsetrinu Selárdal, bjuggu hjón sem virtust hafa talsvert meira umleikis enHúsamenn. Þetta sama ár hljóðaði þeirra reikningur frá Kaupfélaginu upp á 3.000 krónur í mínus. Og þá sagði Ingibjörg fóstra Sigurbergs svolítið sem hann gleymir aldrei: “Ja, það er ekki nema furða þótt þau séu í mínus því þau kynda svo mikið með kolum.”

Sigurbergur og Bjarni Blomsterberg

Örlögin höguðu því þannig að árið 1973 lágu leiðir þeirra Sigurbergs og Bjarna Blomsterberg saman en Bjarni hafði um skeið rekið verslunina Hólsbúð við Hringbraut í Hafnarfirði. Sigurbergur hafði séð um bókhaldið fyrir Hólsbúð í 3-4 ár, allt þar til Bjarni hætti með búðina. Ekki leið á löngu þar til Bjarni kom að máli við Sigurberg á ný og spurði hvort þeir ættu ekki bara að stofna saman lágvöruverðsverslun. Þá var starfsemi Hagkaupa hafin á svipuðum nótum. Sigurbergi þótti hug- myndin góð, hann hefði þá bara aðeins meira að gera – en ætlaði þó ekki sérstaklega að fara að standa í einhverju “búðarveseni”.

En “búðarvesen” varð úr og þeir opnuðu ásamt eiginkonum sínum verslunina Fjarðarkaup að Trönuhrauni 8 þann 7. júlí 1973. Gísli, sonur Sigurbergs og Ingibjargar, og Héðinn vinur hans, nú tannlæknir, gengu um bæinn og dreifðu miðum þar sem þessi tímamót voru tilkynnt. Þeir bræður, Gísli og Sveinn, voru þá ekki háir í loftinu en létu þó ekki sitt eftir liggja í verslunarstörfunum og þeim hjónum er minnisstætt þegar ungur snáði, sem hafði séð Gísla vera eitthvað að bardúsa í búðinni, kom til þeirra og spurði: “Hvað þarf maður að borga mikið fyrir að vinna hérna?”

Ekki stóð á Hafnfirðingum þegar Fjarðarkaup voru opnuð. Viðtökurnar voru geysilega góðar og fyrsta föstudag eftir opnun var búðin troðfull. Með því að afla sér og viðhalda tryggu sambandi við viðskiptavini sína hefur eigendunum tekist að halda rekstrinum á þessum nótum. Fjarðarkaup eru enn að fyllast af ánægðum viðskiptavinum.

Starfsfólk

Gíslína Vilhjálmsdóttir

Lagerstjóri

555 6124
Erla Björg Garðarsdóttir

Skrifstofa, erla@fjardarkaup.is

555 4859

Gísli Sigurbergsson

Verðlagsstjóri, gisli@fjardarkaup.is

555 6119

Ingibjörg Sveinsdóttir

Mannauðs-og markaðsmál, inga@fjardarkaup.is

661 4444

Margrjet Þórðardóttir

Skrifstofa, margrjet@fjardarkaup.is

555 4859

Skráning

Vöruskráning, skraning@fjardarkaup.is

555 3500

Sveinn Sigurbergsson

Verslunarstjóri, sveinn@fjardarkaup.is

555 6116

Fjarðarkaup

Upplýsingar, upplysingar@fjardarkaup.is

555 3500

Búsáhaldadeild

555 6122

Fatadeild

555 6126

Fræið

555 6127

Grænmetisdeild

555 6118

Kjötdeild

555 6117

Lager

555 6124

Rokka

555 6128

Kennitala Fjarðarkaupa: 650398-3359.

Hafa samband

Sími: 555 35 00
Fax: 555 27 00
Hólshraun 1 | 220 Hafnarfjörður

SENDU FYRIRSPURN

Sendu okkur línu með því að fylla út formið hér að neðan. Við svörum um hæl.

Merki Fjarðarkaupa

Merki Kaffi Vin

Merki Fræsins

Hægt er að nálgast logo Fræsins í PDF útgáfu hér.

Merki FK Bakarí

Merki Rokku

Hægt er að nálgast logo Rokku í PDF útgáfu hér.