HOLLUSTA OG HEILSUEFLING

FJÖLBREYTT ÚRVAL – GOTT VERÐ

Fræið er heilsuvörudeildin okkar sem starfrækt hefur verið með þessu sniði frá árinu 2003, eða í 15 ár. Fræið var stofnað með það að markmiði að bjóða upp á fjölbreytt úrval af heilsuvörum á góðu verði. Fræið hefur vaxið og dafnað og sífellt fjölgar heilsuvörunum sem þar má fá.

Sem dæmi má nefna chia fræ, kínóa korn, olíur, baunir, grænmetis- og ávaxtasafa, hnetur, snyrti- og hreinlætisvörur, grænmetisog veganrétti, hnetu- og möndlusmjör, te og kaffi, fæðubótarefni og vítamín.