Biscoff ostakaka

Uppskrift: gottimatinn


Hér á ferðinni er ofureinföld og undurljúffeng ostakaka! Guðrún Veiga gerði þessa uppskrift fyrir einhverju síðan og ég setti hana á listann minn og loksins náði ég að prófa! Það eina sem ég get sagt er „af hverju prófaði ég hana ekki fyrr“!

Innihald

Einn skammtur


Botn

  • 1 pk. - LU Bastogne kanilkex
  • 100 g - smjör, brætt


Fylling og skraut

  • 100 g - rjómaostur frá Gott í matinn
  • 150 g - Biscoff smyrja + 2 msk. til að skreyta með
  • 50 g - flórsykur
  • 2 tsk. - vanillusykur
  • 400 ml - rjómi frá Gott í matinn, þeyttur


Botn


  • Myljið kexið niður í blandara þar til áferðin minnir á sand.
  • Hellið smjörinu yfir og blandið vel saman.
  • Setjið bökunarpappír í botninn á 18-20 cm smelluformi og spreyið hliðarnar að innan með matarolíuspreyi.
  • Hellið kexmylsnunni í botninn og ýtið upp hliðarnar til að gera smá kant.
  • Kælið á meðan annað er undirbúið.


Ostakökufylling og skraut


  • Þeytið saman rjómaost og Biscoff smyrju.
  • Bætið næst flórsykri og vanillusykri saman við og þeytið aðeins áfram.
  • Vefjið að lokum þeytta rjómanum varlega saman við með sleikju og hellið blöndunni síðan í smelluformið og sléttið úr.
  • Kælið í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt.
  • Skreytið með því að mylja smá kanilkex á kantinn og hitið 2 msk. af Biscoff smyrju og setjið yfir.
8 April 2025
Hér á ferðinni er ofureinföld og undurljúffeng ostakaka! Guðrún Veiga gerði þessa uppskrift fyrir einhverju síðan og ég setti hana á listann minn og loksins náði ég að prófa! Það eina sem ég get sagt er „af hverju prófaði ég hana ekki fyrr“!
8 April 2025
Hér sameinast eitthvað það besta og vinsælasta á veisluborðum, brauðtertan og ostasalatið og útkoman er stórkostleg. Það er um að gera að nota þá osta sem ykkur þykja bestir, en í þessari uppskrift fær Dala Camembert að njóta sín ásamt kryddostum. Það er líka gaman að bera þessa tertu fram fyrir grænmetisætur þar sem hún inniheldur ekkert kjöt eða fisk eins og algengt er með brauðtertur.
Share by: