Taktu þátt í sumarleik

Fjarðarkaupa!


Kæri viðskiptavinur


Nú er sumarið á blússandi siglingu, flestir að detta í sumarfrí, og á faraldsfæti eða á leiðinni þangað. Þá er tilvalið að koma við í Fjarðarkaup og kaupa eitthvað gott á grillið, í ferðalagið eða lautarferðina, og taka þátt í sumarleiknum okkar í leiðinni!


Við drögum út glæsilega vinninga frá samstarfsaðilum okkar í allt sumar, en meðal þess sem þú getur unnið er:


☀️ Airpods

☀️ Apple TV

☀️ Miðar á Þjóðhátið og í Herjólf fyrir 2 (x2)

☀️ Gisting í Fagralund og tónleikar á Friðheimum fyrir 2 (x1)

☀️ Gjafabréf frá ÓB fyrir 15.000 kr (x3)

☀️ Gjafabréf í Kraumu fyrir 2 (x4)


TAKTU ÞÁTT með því að skrá þig á póstlistann okkar eða með því að fylla út þátttökuseðil í verslun okkar. Allir þeir sem eru nú þegar skráðir á póstlistann okkar fara sjálfkrafa í pottinn og eiga möguleika á að vinna 🤩


Við tökum alltaf vel á móti ykkur í Hólshraun 1 og erum spennt fyrir því að draga út alla þessa vinninga í sumar. Hlökkum til að sjá ykkur!


  • Leikreglur

    Leikreglur eru í grunninn afar einfaldar:


    Allir sem skrá sig til leiks eru með í öllum útdráttum eftir skráningu, en enginn getur unnið oftar en einu sinni.


    Skráning fer fram á heimasíðu Fjarðarkaupa (skráning á póstlista) og í verslun með því að fylla út þátttökumiða.


    En svona til að hafa vaðið fyrir neðan sig, hér eru nánari leikreglur:


    Skráningu í leikinn lýkur á miðnætti þann 31.júlí 2024.


    Fjarðarkaup áskila sér þann rétt að nota öll skráð netföng í markaðslegum tilgangi. Netföng verða aldrei framseld til þriðja aðila.


    Tilkynningar um vinninga verða sendar á skráð veffang og mögulega haft verður samband við vinningshafa símleiðis.


    Vinninga verður að vitja fyrir 30.september 2024


    Fjarðarkaup ber ekki ábyrgð á samskiptavillum milli biðlara (e. Client) og vefþjóns (e. Server) eða neinum villum sem koma upp í rafrænum samskiptum.


    Fjarðarkaup getur fyrirvaralaust breytt skilmálum þessum og birt nýja skilmála hér.


    Hægt er að hafa samband við Fjarðarkaup í gegnum Facebook eða með tölvupósti á fjardarkaup@fjardarkaup.is ef frekari upplýsinga er óskað.

  • Vinningshafar

    Vinningar dregnir 11. júlí


    Guðrún S. Pálmarsdóttir - Apple TV


    Berglind Bang - Krauma fyrir tvo  



    Vinningar dregnir 18. júlí


    Hafþór Aron Tómasson - Miðar á þjóðhátíð og í Herjólf fyrir tvo


    Lovísa Ósk Gunnarsdóttir - Krauma fyrir tvo


    Arnar Ingason - Gjafabréf frá ÓB að verðmæti 15.000 kr.

     

    Vinningar dregnir 25. júlí


    Linda Rós Arnarsdóttir - Krauma fyrir tvo


    Jóna Dís Kristjánsdóttir - Gjafabréf frá ÓB að verðmæti 15.000 kr.


    Stefanía Veiga Sigurjónsdóttir - Miðar á Þjóðhátið og í Herjólf fyrir tvo 


    Vinningar dregnir 25. júlí


    Lára Lárusdóttir - Gisting í Fagralund og tónleikar á Friðheimum fyrir tvo


    Ragnheiður Jóhannsdóttir - Apple Airpods


    Guðbjörg Auðunsdóttir - Krauma fyrir tvo


    Sigurjóna Högnadóttir - Gjafabréf frá ÓB að verðmæti 15.000 kr.




SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA
Share by: