Kæri viðskiptavinur
Nú er sumarið á blússandi siglingu, flestir að detta í sumarfrí, og á faraldsfæti eða á leiðinni þangað. Þá er tilvalið að koma við í Fjarðarkaupum og kaupa eitthvað gott á grillið, í ferðalagið eða lautarferðina, og taka þátt í sumarleiknum okkar í leiðinni!
Við drögum út tugi glæsilegra vinninga frá samstarfsaðilum okkar í allt sumar, en meðal þess sem þú getur unnið eru:
☀️ Iphone SE 64gb
☀️ AirPods (3. kynslóð)
☀️ AppleTV
☀️ Miðar á Þjóðhátið
☀️ Gjafabréf í jöklaferðir frá Glacier Adventure
☀️ Gjafabréf í buggy- og fjórhjólaferðir frá Safari Quads
☀️ Gjafabréf í Krauma
☀️ Gjafabréf frá ÓB
Glacial
Adventures bjóða upp á skemmtilegar ferðir um stórbrotna náttúru íslenskra jökla, bæði gangandi, klifur, á vélsleða eða kajökum.
Safari
Quads einbeitir sér að ferðum á litlum buggy-bílum eða fjórhjólum um svarta sanda á hálendi Íslands og víðar.
Krauma eru svo íslenskar náttúrulaugar í Borgarfirði sem innihalda hreint og tært vatn úr Deildartunguhver ásamt því að vera með æðislegan veitingastað sem nýta hráefni úr héraði.
Apple-vörurnar eru vel þekktar og miðar á
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum ættu að vera sérstaklega vinsælir nú þegar hátíðin er haldin aftur eftir tveggja ára pásu.
Við tökum alltaf vel á móti ykkur í Hólshraun 1 og erum spennt fyrir því að draga út alla þessa vinninga í sumar. Hlökkum til að sjá ykkur!