Ár hvert veitir Maskína þeim fyrirtækjum sem skara fram úr í 13 flokkum viðurkenningu auk þess sem þau fá til notkunar afreksmerki Meðmælingar Maskínu.
Við hjá Fjarðarkaupum erum gríðarlega stolt yfir að vera meðal þriggja efstu fyrirtækjanna í Meðmælingu Maskínu 2024. Fjarðarkaup mældist fremst í flokki dagvöruverslana sem er óræk sönnun þess að við veitum viðskiptavinum okkar frábæra þjónustu.
Við þökkum þeim innilega fyrir traustið.
Í hrauninu ofan við Engidalinn, innan bæjarmarka Hafnarfjarðar, stendur stórt verslunarhús merkt Fjarðarkaup. Þarna hefur verið rekin verslun síðan 1982 en saga fyrirtækisins er mun lengri. Hana má rekja aftur til ársins 1973 þegar hlutafélagið Fjarðarkaup var stofnað.
Það á ekki að vera kvöð að kaupa inn. Í Fjarðarkaupum leggjast margar hendur á eitt við að gera ferðalagið sem ánægjulegast. Það er vítt milli veggja og hátt til lofts, þægileg lýsing og alltaf vel valin tónlist á hæfilegum styrk. Í Fjarðarkaupum finnurðu allt sem að hugurinn girnist í matvöru, fatnaði, raftækjum, snyrtivöru og búsáhöldum, og svo er löng saga á bakvið veglegar heilsuvöru- og hannyrðadeildir okkar; Fræið og Rokku. Við tökum svo alltaf vel á móti þér í Kaffi Vin og FK bakarí ef það þarf að hvíla lúin bein eða hungrið sverfur að. Við hlökkum til að sjá þig!