Brakandi Muna marengstoppar

Muna fjölskyldan er búin að vera bralla eitt og annað er við kemur jólunum síðstu daga og hafa þau deilt með okkur æðislegri uppskrift sem okkur langar að deila með viðskiptavinum okkar. Uppskriftin er klassísk, brakandi toppar með kornflexi og kókosmjöli frá Muna. Síðan er notaður hrásykur í staðin fyrir þann hvíta. Útkoman er algjörlega frábær 🙏🎄


Uppskrift:


4 eggjahvítur

2 bollar hrásykur

4 bollar kornflex

2 bollar kókosmjöl

100 g súkkulaði að eigin vali


Byrjið á að þeyta saman eggjahvítur og bætið svo sykrinum smám saman við.

Því næst er súkkulaðibitum, kornflexi og kókosmjöli blandað varlega saman við með sleif.


Bakið í 150°C heitum ofni með blæstri í um 15 mín.


Ostapizzur slá alltaf í gegn og eru góð tilbreyting frá klassískri pizzu.
22 Apr, 2024
Ostapizzur slá alltaf í gegn og eru góð tilbreyting frá klassískri pizzu. Hér er á ferðinni pizza með rjómaosti, 4 osta blöndu, mozzarellaperlum og karamellíseruðum lauk, nammi nammi, namm, mögulega ein sú besta pizza sem ég hef prófað!
Einstaklega fljótlegt og gott pasta fyrir sælkera með heimatilbúinni tómatbasil sósu mozarella
21 Apr, 2024
Einstaklega fljótlegt og gott pasta fyrir sælkera með heimatilbúinni tómatbasil sósu og ferskum mozzarella. Pastað má bera fram bæði heitt og kalt og því hægt að gera það fram í tímann.
Share by: