Páskalamb Kjarnafæði

Íslenskt heiðalæri - Hefðbundin veisla með nútímalegu ívafi

Uppskrift: Kjarnafæði


Þessi hátíðlega uppskrift að páskalambi frá Kjarnafæði sameinar hefðbundna íslenska matargerð við nýstárlegar útfærslur. Lambakjötið er borið fram með ljúffengri foyot-sósu, stökkum „roasties“ kartöflum, sveppa- og laukasalati ásamt steiktu brokkólíní og blaðkáli með ostinum Feyki. Fullkominn réttur fyrir veisluhöld um páskana.


Heiðarlamb


  • 1stk Lambalæri frá kjarnafæði
  • 4 stk Greinar rósmarín
  • 10 stk greinar Timian
  • 5 msk borð edik
  • 5 msk olía
  • 2 stk Gulur laukur


Aðferð


  1. Byrjað er á að hita ofn í 220c.
  2. Laukurinn er skorinn hringi og lagt í steikingarfat og kryddað með salti.
  3. Lamb er lagt ofan á laukinn og síðan kryddað með olíu, edi, salt og pipar
  4. Sett inn í ofn á 220 c í 30 min, síðan er lækkað ofninn í 150c og leyft að dóla í 1 klst í viðbót.
  5. Mikilvægt er að leyfa hvíla í allavega 20 min áður en er skorið.


Foyot sósa


  • 300g Brætt smjör
  • 1 stk Egg
  • 1 stk Eggjarauða
  • 1stk Shallot laukur
  • 5stk stilkar af estragon
  • 200g Hvítvínsedik
  • 10stk Piparkorn
  • 2 stk Rósmarín greinar
  • ½ Msk dijon sinnep
  • 1 Msk Saxað estragon
  • 1 msk Nautasoð kraftur í vökvaformi
  • Salt og pipar


Aðferð


  1. Byrja á að búa til essens, þá seturu hvítvíns edik, saxaðan shallot, estragon stilkar,pipar og rósmarín, sjóða niður um helming og svo sigta.
  2. Smjörið er brætt og á meðan eru eggin pískuð yfir vatnsbaði með salti, dijon og edik essens þangað til eggin líta út eins og tilbúinn bernaise, passa þarf að ofnelda ekki.
  3. Smjörið er helt hægt yfir egginn og pískað vel á meðan og svo krydda með soð kraftinum og salt og pipar


“Roasties” kartöflur


  • 6 stk Kartöflur
  • 500g Repjuolía
  • 2 stk hveitlauksgeirar
  • 2 msk saxaður graslaukur
  • Salt


Aðferð


  1. Byrjað er að afhýða kartöflurnar og skera hverja kartöflu í 6 bita.
  2. Síðan soðið í saltvatni þangað til eldaðar í gegn, vatnið er sigtað frá og leyft kartöflunum að hvíla í 10 mín í pottinum. Svo eru kartöflurnar hristar þangað til að utanverð húðin verði hrúf.
  3. Best er að leyfa kartöflunum að þorna yfirnótt.
  4. Í ofnfast form er olíunni bætt við og sett inn í ofn á 190c, þegar olían er orðin heit þá eru kartöflunum bætt við og sett inn í ofn, passa að snúa kartöflunum á 10 min fresti þangað til crispy.
  5. Í lokin er saxaður hvítlaukur og graslaukur bætt við og klárað með salti


Sveppi og confit lauk salat


  • 2 Pakkar shitake sveppir
  • 1 Pakki enoki sveppir
  • 2 msk smjör
  • Allur laukurinn sem var eldaður með lambinu


Aðferð


  1. Sveppir eru steiktir á pönnu með smjöri þangað til gullnin brúnir, síðan er laukinum bætt við og borið fram.


Steikt brokkolini og pak choi með feykir osti


  • 1 Pakning brokkolini
  • 1 Pakning pak choi
  • 2 Msk hvítvíns edik
  • Sítrónu zest af hálfri sítrónu
  • Feykir ostur


Aðferð


  1. Pak Choi og brokkolini er steikt á pönnu í sitthvoru lagi þangað til eldað.
  2. Síðan í skál er ediki og sítrónu bætt við, síðan toppað með nóg af rifnum feykir osti
8 April 2025
Hér á ferðinni er ofureinföld og undurljúffeng ostakaka! Guðrún Veiga gerði þessa uppskrift fyrir einhverju síðan og ég setti hana á listann minn og loksins náði ég að prófa! Það eina sem ég get sagt er „af hverju prófaði ég hana ekki fyrr“!
8 April 2025
Hér á ferðinni er ofureinföld og undurljúffeng ostakaka! Guðrún Veiga gerði þessa uppskrift fyrir einhverju síðan og ég setti hana á listann minn og loksins náði ég að prófa! Það eina sem ég get sagt er „af hverju prófaði ég hana ekki fyrr“!