Pizza með íslenskum Burrata

Uppskrift í samstarfi við Gott í matinn

Burrata ostur er einn af þessum sem lætur mann kikna í hnjánum. Það er svo gott að nota hann í ýmsa matargerð og á pizzur er hann guðdómlegur. Ég smakkaði fyrst Burrata ost í Friðheimum fyrir nokkrum árum og eftir það var ekki aftur snúið. Það hefur hins vegar reynst þrautinni þyngra að nálgast þessa dásemd en nú hefur Mjólkursamsalan hafið sölu á þessum osti í lausasölu og ég mæli með að þið laumið ykkur alltaf í eina, ef ekki fleiri dósir þegar hann er til í verslunum!


Hráefni

1 SKammtur

  • pizzadeig að eigin vali
  • pizzasósa að eigin vali
  • oreganó krydd
  • Rifinn pizzaostur frá Gott í matinn
  • grænt basil pestó, nokkrar teskeiðar
  • rautt chili pestó, nokkrar teskeiðar
  • klettasalat, ein lúka
  • 100 g piccolo- eða kirsuberjatómatar
  • 1 kúla íslenskur burrata ostur
  • balsamik gljái
  • fersk basilíka, söxuð


Aðferð

  1. Hitið ofninn í 220°C og fletjið pizzadeigið út þar til það verður um 30 cm í þvermál.
  2. Komið deiginu fyrir á bökunarplötu, smyrjið pizzasósu yfir allt og setjið pizzaost og oregano eftir smekk, brjótið næst aðeins upp á kantana.
  3. Bakið í um 15 mínútur eða þar til kantarnir gyllast vel og takið þá úr ofninum.
  4. Setjið smá grænt og rautt pestó hér og þar um pizzuna, næst klettasalat á hana miðja og dreifið úr tómötunum.
  5. Komið þá Burrata kúlunni fyrir á miðjunni og setjið ólífuolíu og balsamikgljáa yfir allt og loks smá basiliku.
  6. Berið pizzuna fram, skerið í kúluna og dreifið rjómafyllingunni yfir hverja sneið.



Ostapizzur slá alltaf í gegn og eru góð tilbreyting frá klassískri pizzu.
22 Apr, 2024
Ostapizzur slá alltaf í gegn og eru góð tilbreyting frá klassískri pizzu. Hér er á ferðinni pizza með rjómaosti, 4 osta blöndu, mozzarellaperlum og karamellíseruðum lauk, nammi nammi, namm, mögulega ein sú besta pizza sem ég hef prófað!
Einstaklega fljótlegt og gott pasta fyrir sælkera með heimatilbúinni tómatbasil sósu mozarella
21 Apr, 2024
Einstaklega fljótlegt og gott pasta fyrir sælkera með heimatilbúinni tómatbasil sósu og ferskum mozzarella. Pastað má bera fram bæði heitt og kalt og því hægt að gera það fram í tímann.
Share by: