Salat með mozzarella perlum, jarðarberjum

og stökkri parmaskinku

Uppskrift: Gottímatinn


Vetur, sumar, vor og haust - það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.

Innihald

2 skammtar


  • 1 bakki blandað salat
  • 250 g fersk jarðarber
  • 4 stk. parmaskinka, stórar sneiðar
  • 1 stk. avocado
  • 1 dós mozzarella perlur
  • Salatdressing
  • 2 msk. sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
  • 2 msk. ólífuolía
  • 2 msk. sítrónusafi
  • 1 msk. hunang
  • salt og pipar


Aðferð

  1. Leggið parmaskinkusneiðar á ofnplötu með bökunarpappír og bakið í 175 gráðu heitum ofni þar til skinkan er stökk, u.þ.b 10-15 mínútur.
  2. Skerið niður salat, jarðarber og avocado og setjið í fallegar skálar eða eina stóra salatskál.
  3. Pískið öllu hráefninu í salatdressinguna saman og dreifið yfir salatið.
  4. Toppið að lokum með stökkri skinkunni og mozzarella perlum.


30 April 2025
Góðar kjúklingasamlokur standa alltaf fyrir sínu og þær smellpassa við hin ýmsu tilefni. Hér fær ferskur mozzarella ostur að njóta sín og við leyfum okkur að fullyrða að hér sé komin samsetning sem er með þeim betri.
30 April 2025
Léttur og vorlegur pastaréttur sem allir í fjölskyldunni munu elska! Ljúffengt sítrónusmjörið passar fullkomlega með bökuðum tómötum, humri og burrata, nammi namm!