Samloka með mozzarella og kjúkling

Uppskrift: Gottímatinn


Góðar kjúklingasamlokur standa alltaf fyrir sínu og þær smellpassa við hin ýmsu tilefni. Hér fær ferskur mozzarella ostur að njóta sín og við leyfum okkur að fullyrða að hér sé komin samsetning sem er með þeim betri.

Innihald

2 skammtar


  • 1 stk. baguette brauð
  • 1 stk. kjúklingabringa, elduð
  • 2 stk. mozzarella kúlur, stórar
  • klettasalat, handfylli
  • 1 stk. stór tómatur
  • dijon sinnep
  • rautt pestó
  • salt og pipar


Aðferð

  1. Skerið baguette brauðið í tvennt eftir endilöngu.
  2. Smyrjið Dijon sinnepi á annan helminginn og rauðu pestói á hinn helminginn.
  3. Skerið Mozarella ostinn í þykkar sneiðar, rífið eða skerið kjúklinginn niður og skerið tómatana í sneiðar.
  4. Raðið álegginu á brauðið ásamt klettasalati, saltið og piprið og leggið saman.


30 April 2025
Vetur, sumar, vor og haust - það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.
30 April 2025
Léttur og vorlegur pastaréttur sem allir í fjölskyldunni munu elska! Ljúffengt sítrónusmjörið passar fullkomlega með bökuðum tómötum, humri og burrata, nammi namm!