Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar
Þessi kaka var bökuð í einu af fyrstu barnaafmælunum sem við héldum. Ég man eftir að hafa klippt hugmyndina út úr matreiðslublaði og hún var í uppskriftabókinni um árabil. Nú höfum við þróað okkar eigin uppskrift að köku og kremi þrátt fyrir að nota enn svipaða aðferð og í blaðinu í denn. Þessi súkkulaðikaka er guðdómleg og kremið ekki síðra. Slöngukakan krefst þess að þið hafið smá tíma til þess að baka og skreyta en allir ættu að ráða við hana. Síðan er afar hentugt að skera hana í sneiðar þegar hún er í laginu eins og slanga.