Þessar möffins hef ég gert frá því að ég var lítil stelpa. Ég átti úrklippu úr einhverju blaði sem mamma átti mjög lengi og elskaði að baka þessar kökur og vona þið gerið það líka.
Um 12 stykki.
150 g smjör við stofuhita
180 g sykur
2 egg
300 g hveiti
2 tsk. lyftiduft
2 tsk. kanill
200 ml rjómi frá Gott í matinn
Hitið ofninn í 180°C.
Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst.
Bætið eggjunum saman við, einu í einu og skafið niður á milli.
Næst má blanda hveiti, lyftidufti og kanil saman í skál og hella saman við smjörblönduna ásamt rjómanum.
Setjið í sprautupoka/zip lock poka og skiptið niður í 12 bollakökuform.
Gott er að setja pappaform í álform til þess að kökurnar verði fallegri í laginu.
Bakið í 18-20 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum, ekki blautu deigi.
Glassúr:
200 g flórsykur
2 msk. vatn
Nokkrir dropar af matarlit
Pískið allt saman í skál og smyrjið yfir kældar kökurnar.
Hér höfum við alveg einstaklega góðan MUNA hafragraut sem inniheldur meðal annars bláber, banana, möndlur og auðvitað hafra. Hann er sætur og góður á bragðið án þess þó að innihalda neinn sykur.