Mikilvægt er að kjötið sé látið standa nógu lengi úti að það nái stofuhita í kjarna.
Grillið er hitað mjög vel, kjötið kryddað með sérvöldum Kjöthúss marineringum og svo grillað í 1-2 mín á hvorri hlið á sem mestum hita á vel heitu grillinu.
Þá er steikin færð yfir á þann hluta grillsins sem er ekki undir eldi og grillað í 3-6 mín. eftir því hve mikið viðkomandi vill hafa steikina eldaða.
Kjötið er síðan tekið af grillinu og látið standa á fati í 3-5 mín og látið jafna sig áður en það er borið fram.
Hér höfum við alveg einstaklega góðan MUNA hafragraut sem inniheldur meðal annars bláber, banana, möndlur og auðvitað hafra. Hann er sætur og góður á bragðið án þess þó að innihalda neinn sykur.