Kolagrillað lamba prime með grísku salati og myntu chimichurri
Uppskrift í samstarfi við Kjarnafæði
Lamba prime-ið frá Goða er alveg framúrskarandi gott, lungamjúkt og hvítlauks og rósmarín marineringin passar sérlega vel við.
Ferskt salat með ólífum, feta, rauðlauk, tómötum og agúrku ásamt myntu chimichurri gerir þessa máltíð að þvílíkri bragðsprengju. Fallegt á borði og upplagt að bera fram í matarboðunum í sumar.
Innihald
- 2 pakkningar Goða lambaprime í hvítlauks og rósmarín marineringu, um 900-1000g.
- 1 poki veislusalat eða önnur salatblanda eftir smekk
- 1/2 poki klettasalat
- 1 box kokkteil tómatar skornir í tvennt
- 1/2 agúrka skorin í bita
- 1/4 rauðlaukur skorinn í þunnar sneiðar
- 20 svartar ólífur skornar í tvennt
- 1 krukka fetaostur eftir smekk
Aðferð
- Takið kjötið úr kæli, helst með 30 mín fyrirvara. Undirbúið kolagrillið, kveikið undir og látið grillið ná upp í mikinn hita, helst 300°C.
- Undirbúið chimichurri sósuna samkvæmt leiðbeiningunum.
- Grillið lambaprime bitana þar til þeir ná ca. 55°C kjarnhita. Takið af grillinu og látið hvíla á meðan salatið er útbúið.
- Skerið lambið í þunnar sneiðar, raðið á bretti og dreifið chimichurri sósunni yfir og berið restina fram með í skál.
Myntu Chimichurri
- Fersk steinselja án stilka, magn á við hnefa (ca. hálfur poki)
- Fersk mynta án stilka, magn á við hnefa (ca. hálf pakkning)
- 2 hvítlauksif skorin gróft
- 1 dl góð ólífuolía
- 2 msk rauðvínsedik
- 1/2 tsk chiliflögur
- 1 tsk sjávarsalt (alls ekki nota venjulegt borðsalt)
- 1/4 rauðlaukur skorinn mjög smátt
- Setjið allt nema rauðlaukinn í matvinnsluvél og látið hana vinna maukið smátt. Setjið svo rauðlaukinn saman við og berið fram með lambinu.