Uppskrift í samstarfi við Toro / Gotterí og gersemar
Það styttist í páskana og margir bjóða upp á lambakjöt á þeim tíma. Við elskum lambahrygg og hér kemur dásamleg útfærsla af slíkum sem ég mæli með að þið prófið!
Kryddhjúpurinn er stökkur og bragðgóður og minnti þetta mig pínu á kótilettur í raspi, enda eru þær unaðslegar, tíhí!
Fyrir um 8 manns
Góð sósa er lykilatriði þegar bera á fram góða steik….að okkar mati á þessu heimili í það minnsta enda erum við öll sósusjúk! Það er einfalt og gott að nota Toro sósuduft sem grunn í alls kyns sósur og þessi hér var klárlega með þeim betri!
Smjörsteiktar kartöflur standa síðan alltaf fyrir sínu og ofnbakaðar, gljáðar gulrætur smellpössuðu með þessu ásamt fersku salati.