Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar
Það er svo gaman að prófa eitthvað nýtt og ég elska bæði hrískökur og marengs svo hér kemur algjör negla!
Ég ákvað að prófa að nota formkökuform í stað þess að notast við hringlaga og þetta kom virkilega skemmtilega út svona, líka mjög þægilegt að skera sneiðar á þennan hátt.
Síðan elska allir hrískökur svo ég gerði stærri uppskrift en þurfti í formið til þess að geta gert nokkur hreiður líka og þetta var ansi vinsælt í fjölskyldukaffinu á þessu heimili!
Það er síðan geggjað að setja Dumle karamellur í hrískökuuppskriftina, namm sko!
Þessi uppskrift gefur eina ílanga páskaköku með hrískökubotni, bananarjóma, marengs og páskaeggjarjóma ásamt 10-12 páskahreiðrum sem fylla má með súkkulaðieggjum.
Hver elskar ekki þessi egg!!! Það er eitthvað við krönsí skelina utan á og svo ljúffenga súkkulaðið inn í sem fær mann til laumast alltaf í meira!