Lárperusalat

"Þetta salat er frábært sem millimál en gott er að setja það ofan á hrökkbrauð, súrdeigsbrauð eða gæða sér á því eitt og sér. Það tekur stutta stund að búa það til og það geymist í lokuðu íláti í ísskápnum í 1-2 daga ef það klárast ekki strax sem það gerist venjulega hjá mér." - Anna Eiríksdóttir


Fyrir: 1-2

Undirbúningur: 15 mínútur


Innihald:

  • 1 lítil dós kotasæla
  • 1 lárpera
  • 2 harðsoðin egg
  • Salt og pipar

 

Aðferð:

Harðsjóðið eggin og kælið. Setjið kotasæluna í skál og skerið lárperuna í litla bita sem þið setjið út í. Brytjið eggin niður og bætið þeim einnig út í og hrærið saman við. Kryddið að vild með salti og pipar og njótið vel!

18 January 2025
Hér kemur glæný uppskrift frá vinum okkar í Nóa sem er algjörlega frábær að prófa í byrjun árs þar sem Kellogg´s All bran er í aðalhlutverki.
18 January 2025
Hér höfum við alveg einstaklega góðan MUNA hafragraut sem inniheldur meðal annars bláber, banana, möndlur og auðvitað hafra. Hann er sætur og góður á bragðið án þess þó að innihalda neinn sykur.
Share by: