"Þetta salat er frábært sem millimál en gott er að setja það ofan á hrökkbrauð, súrdeigsbrauð eða gæða sér á því eitt og sér. Það tekur stutta stund að búa það til og það geymist í lokuðu íláti í ísskápnum í 1-2 daga ef það klárast ekki strax sem það gerist venjulega hjá mér." - Anna Eiríksdóttir
Undirbúningur: 15 mínútur
Innihald:
Harðsjóðið eggin og kælið. Setjið kotasæluna í skál og skerið lárperuna í litla bita sem þið setjið út í. Brytjið eggin niður og bætið þeim einnig út í og hrærið saman við. Kryddið að vild með salti og pipar og njótið vel!