Silkimjúkur kakó kollagen drykkur

„Þessi smoot­hie er al­veg ein­stak­lega bragðgóður og full­ur af of­ur­fæðu sem nær­ir húð og hár,“ seg­ir Linda Ben um nýja upp­á­halds drykk­inn sinn en það heit­asta heitt er að blanda kolla­geni út í nán­ast hvað sem er. Kolla­gen drykk­ir hafa átt mikl­um vin­sæld­um að fagna og fremst­ur þar í flokki er sjálfsagt Collab sem inni­held­ur bæði koff­ín og kolla­gen auk þess að inni­halda ís­lenkst vatn.


Drykkurinn sem styrkir bæði húð og hár


  • 2 dl frosið mangó
  • 1 lítill banani
  • 1 msk. hnetusmjör
  • 1 msk. hampfræ
  • 1 msk. graskersfræ
  • 1 msk. kakó
  • 2 msk Feel Iceland Kollagen
  • 350 ml haframjólk


Setjið öll innihaldsefninsaman í blandara þar til verður að drykk.


18 January 2025
Hér kemur glæný uppskrift frá vinum okkar í Nóa sem er algjörlega frábær að prófa í byrjun árs þar sem Kellogg´s All bran er í aðalhlutverki.
18 January 2025
Hér höfum við alveg einstaklega góðan MUNA hafragraut sem inniheldur meðal annars bláber, banana, möndlur og auðvitað hafra. Hann er sætur og góður á bragðið án þess þó að innihalda neinn sykur.
Share by: