Ómótstæðileg ostapizza

Uppskrift í samstarfi við Gott í matinn

Ostapizzur slá alltaf í gegn og eru góð tilbreyting frá klassískri pizzu. Hér er á ferðinni pizza með rjómaosti, 4 osta blöndu, mozzarellaperlum og karamellíseruðum lauk, nammi nammi, namm, mögulega ein sú besta pizza sem ég hef prófað!


Hráefni

Dugar fyrir fjórar litlar (12 tommu) pizzur


  • Pizzadeig
  • 950 g hveiti
  • 600 ml volgt vatn
  • 1 bréf þurrger (11,8 g)
  • 4 msk. ólífuolía
  • Karamellíseraður laukur
  • 4 stk. stórir laukar
  • 50 g smjör
  • 2 tsk. salt
  • 6 msk. sykur


Annað hráefni


  • 400 g rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
  • óreganó krydd
  • 300 g 4 osta blanda frá Gott í matinn
  • 2 dósir Mozzarellaperlur
  • 1 poki klettasalat (75 g)
  • furuhnetur
  • 12 stk. hráskinkusneiðar
  • smá sítrónusafi
  • gróft salt
  • góð ólífuolía og balsamikgljái


Aðferð pizzadeig

  1. Setjið þurrefnin í hrærivélarskál og festið krókinn á (þetta deig má einnig hnoða saman í höndunum en þá þarf að gera stóra holu í þurrefnahrúguna og blanda vatni og olíu saman við í nokkrum skömmtum).
  2. Blandið þurrefnunum saman og hellið vatni og ólífuolíu saman við og hnoðið í nokkrar mínútur.
  3. Penslið stóra skál með matarolíu, veltið deigkúlunni upp úr olíunni, plastið skálina og leyfið að hefast í um eina klukkustund.


Karamellíseraður laukur

  1. Steikið laukinn við meðalháan hita upp úr smjörinu þar til hann mýkist.
  2. Saltið og sykrið og steikið áfram við lágan hita þar til laukurinn fer aðeins að brúnast og karamellíserast, slökkvið þá á hellunni og látið laukinn standa þar til hann fer á pizzuna.


Samsetning

  1. Skiptið deiginu niður í 4 hluta, smyrjið rjómaosti yfir hvern botn og stráið vel af oregano yfir.
  2. Skiptið næst lauknum á milli botnanna og dreifið vel úr.
  3. Stráið þá 4 osta blöndu yfir allt og um 20 mozzarellaperlum á hverja pizzu.
  4. Bakið við 220°C í um 13-15 mínútur og takið úr ofninum þegar kantarnir eru orðnir vel gylltir.
  5. Toppið með klettasalati, furuhnetum, hráskinku, sítrónusafa, ólífuolíu, balsamikgljáa og grófu salti.


18 January 2025
Hér kemur glæný uppskrift frá vinum okkar í Nóa sem er algjörlega frábær að prófa í byrjun árs þar sem Kellogg´s All bran er í aðalhlutverki.
18 January 2025
Hér höfum við alveg einstaklega góðan MUNA hafragraut sem inniheldur meðal annars bláber, banana, möndlur og auðvitað hafra. Hann er sætur og góður á bragðið án þess þó að innihalda neinn sykur.
Share by: