Piparkökusjeik

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar

Ójá það eru sko löngu komnar piparkökur í verslanir ef þið tókuð ekki eftir því! Við erum nú þegar búin með nokkur box og stefnum ótrauð á að halda áfram, hahaha! Það má hins vegar nota piparkökur í ýmislegt annað en það að borða þær beint upp úr boxinu.

Hér er til dæmis á ferðinni guðdómlegur sjeik með karamellu og piparkökum sem ég get lofað að mun koma ykkur skemmtilega á óvart!


Piparkökusjeik

Uppskrift dugar í 2 stór glös


  • 400 g vanilluís
  • 200 ml nýmjólk
  • 12 stk. Göteborgs hjartapiparkökur (+ meira til skrauts)
  • 2 msk. karamelluíssósa (+ meira til skrauts)
  • 1 tsk. vanilludropar
  • ¼ tsk. kanill
  • 150 ml þeyttur rjómi


  1. Byrjið á því að mylja 12 piparkökur í blandaranum og setja í skál.
  2. Þeytið einnig rjómann og leggið til hliðar.
  3. Setjið þá nokkrar matskeiðar af karamellusósu í aðra skál og nuddið glasbarminum í sósuna og því næst í piparkökumulninginn til að gera fallega piparkökubrún á glasið.
  4. Hellið því næst smá af karamellusósu í hliðarnar á glasinu.
  5. Þá má útbúa sjeikinn með því að setja ís, mjólk, restina af piparkökuduftinu, 2 msk. af karamellusósu, vanilludropa og kanil í blandarann og blanda vel.
  6. Skiptið niður í glösin, toppið með vel af þeyttum rjóma og skreytið með piparkökumulningi og/eða heilli hjartapiparköku.






15 April 2025
Þessi hátíðlega uppskrift að páskalambi frá Kjarnafæði sameinar hefðbundna íslenska matargerð við nýstárlegar útfærslur. Lambakjötið er borið fram með ljúffengri foyot-sósu, stökkum „roasties“ kartöflum, sveppa- og laukasalati ásamt steiktu brokkólíní og blaðkáli með ostinum Feyki. Fullkominn réttur fyrir veisluhöld um páskana.
8 April 2025
Hér á ferðinni er ofureinföld og undurljúffeng ostakaka! Guðrún Veiga gerði þessa uppskrift fyrir einhverju síðan og ég setti hana á listann minn og loksins náði ég að prófa! Það eina sem ég get sagt er „af hverju prófaði ég hana ekki fyrr“!