Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar
Ójá það eru sko löngu komnar piparkökur í verslanir ef þið tókuð ekki eftir því! Við erum nú þegar búin með nokkur box og stefnum ótrauð á að halda áfram, hahaha! Það má hins vegar nota piparkökur í ýmislegt annað en það að borða þær beint upp úr boxinu.
Hér er til dæmis á ferðinni guðdómlegur sjeik með karamellu og piparkökum sem ég get lofað að mun koma ykkur skemmtilega á óvart!
Piparkökusjeik
Uppskrift dugar í 2 stór glös