Jólabrauðterta

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar
Brauðtertur eru sívinsælar og senn líður að jólum. Þessi hér er jólaleg og falleg og myndi sóma sér í hvaða veislu/boði sem er.
Það var síðan svoooo gaman að skreyta hana og bera hana fram því hún er sannarlega jólin uppmáluð.
Brauðtertan
- 450 g hamborgarhryggur (eða önnur reykt skinka)
- 8 harðsoðin egg
- 400 g Hellmann‘s majónes
- 60 g þurrkuð trönuber
- 2 msk. smátt saxað sellerí
- Aromat og pipar eftir smekk
- 5 brauðtertubrauðsneiðar (langar)
Skraut
- 400 g Hellmann‘s majónes
- Um 500 g fersk trönuber (2 pokar)
- Um 4 pakkar rósmarín (4 x 28 g)
- Brómber
- Þunnt skorinn hamborgarhryggur
- Skerið hamborgarhrygginn í sneiðar og síðan í litla bita (það má hálfpartinn saxa hann).
- Skerið eggin á tvo vegu með eggjaskera og setjið saman við skinkuna.
- Blandið majónesinu saman við á þessu stigi og saxið þá trönuberin og selleríið mjög smátt og bætið saman við.
- Kryddið eftir smekk og skiptið í 4 hluta.
- Skerið skorpuna af brauðtertubrauðinu og smyrjið salatinu á milli sneiðanna.
- Þekjið brauðtertuna að utan með majónesi og skreytið að vild.




Þessi hátíðlega uppskrift að páskalambi frá Kjarnafæði sameinar hefðbundna íslenska matargerð við nýstárlegar útfærslur. Lambakjötið er borið fram með ljúffengri foyot-sósu, stökkum „roasties“ kartöflum, sveppa- og laukasalati ásamt steiktu brokkólíní og blaðkáli með ostinum Feyki. Fullkominn réttur fyrir veisluhöld um páskana.