Pylsur í brauði

Uppskrift í samstarfi við Gotterí & Gersemar

Þessi frábæra og undursamlega uppskrift var útbúin í fyrra fyrir bókina „Börnin baka“ en endaði þó hins vegar ekki í þeirri bók! Málið er hreinlega þannig að á einhverjum tímapunkti í Indesign yfirferð hef ég eytt opnunni þar sem þessa uppskrift var að finna! Þetta er klárlega ein besta uppskriftin að mati Elínar Heiðu og fengum við fyrst sjokk þegar við komumst að þessu en síðan vissi þetta auðvitað enginn nema við svo það var ekki annað hægt en að hlægja bara að þessu, enda búið að prenta nokkur þúsund eintök af bók með enga pylsubrauðsuppskrift, hahahaha!


Hráefni

20 bitar


  • 2120 g smjör
  • 350 ml nýmjólk
  • 1 poki þurrger (11,8 g)
  • 100 g sykur
  • 670 g hveiti
  • 1 tsk. salt
  • 1 pískað egg
  • 10 pylsur
  • Heinz Nass tómatsósa


Aðferð

  1. Bræðið smjörið í potti og hellið mjólkinni saman við þegar bráðið. Hitið saman við vægan hita þar til ylvolgt (hægt er að setja fingurinn ofan í án þess að finnast blandan heit).
  2. Hellið mjólkurblöndunni þá yfir í skál/könnu og hrærið þurrgerinu saman við, leyfið að standa á meðan annað er undirbúið.
  3. Setjið hveiti, salt og sykur í hrærivélarskálina, gott að nota krókinn til að hnoða.
  4. Hellið mjólkurblöndunni varlega saman við og hnoðið þar til slétt og fín deigkúla hefur myndast.
  5. Gott er að hafa deigið eins klístrað og þið komist upp með, án þess þó að það festist við alla fingur og fleti. Stundum þarf að bæta smá hveiti við en reynið að sleppa við það.
  6. Smyrjið stóra skál að innan með matarolíu, hnoðið deigið stutta stund í höndunum og veltið næst upp úr olíunni í skálinni, plastið skálina og leyfið að hefast í 1 klukkustund.
  7. Skerið pylsurnar til helminga svo úr verði 20 hlutar og hitið ofninn í 210°C.
  8. Skiptið deiginu næst niður í 20 einingar, rúllið hverjum hluta út í lengju sem er aðeins mjórri til endanna.
  9. Rúllið síðan deiglengju utan um hverja pylsu og raðið á bökunarplötu íklædda bökunarpappír.
  10. Penslið með pískuðu eggi og bakið í um 10-12 mínútur eða þar til brauðið fer að gyllast.
  11. Njótið með Heinz Nass tómatsósu.


Svo er ekkert annað í stöðunni nema njóta!

18 January 2025
Hér kemur glæný uppskrift frá vinum okkar í Nóa sem er algjörlega frábær að prófa í byrjun árs þar sem Kellogg´s All bran er í aðalhlutverki.
18 January 2025
Hér höfum við alveg einstaklega góðan MUNA hafragraut sem inniheldur meðal annars bláber, banana, möndlur og auðvitað hafra. Hann er sætur og góður á bragðið án þess þó að innihalda neinn sykur.
Share by: