Quesadilla með BBQ kjúkling

Uppskrift í samstarfi við Telmu / FitFood

Hráefni


  • 2 bollar rifinn eldaður kjúklingur
  • ½ bolli BBQ sósa Callowfit (Fæst í Fjarðarkaup)
  • 1 bolli rifinn mozzarella ostur
  • ½ bolli nýrnabaunir
  • ½ bolli rauðlaukur, þunnt sneiddur
  • ⅓ bolli hakkað kóríander, val


Aðferð


  1. Blandið saman kjúkling, nýrnabaunum og BBQ Callowfit sósu í stóra skál og setjið síðan til hliðar.
  2. Dreifið litlu magni af BBQ sósu yfir helminginn á Prótein Wrap vefjuna (Fæst í Fjarðarkaup).
  3. Leggðu síðan handfylli af rifna kjúklingnum ofaná sósuna ásamt osti, rauðlauk og kóríander og lokið vefjunni.
  4. Hitið pönnu á miðlungs háan hita og spreyjið olíu á hana.
  5. Leggið vefjuna á pönnuna og hitið í 2-3 mínútur og snúið svo við og hitið aftur í 2 mínútur í viðbót eða þar til hún er stökk.


Svo er ekkert annað í stöðunni nema njóta!

18 January 2025
Hér kemur glæný uppskrift frá vinum okkar í Nóa sem er algjörlega frábær að prófa í byrjun árs þar sem Kellogg´s All bran er í aðalhlutverki.
18 January 2025
Hér höfum við alveg einstaklega góðan MUNA hafragraut sem inniheldur meðal annars bláber, banana, möndlur og auðvitað hafra. Hann er sætur og góður á bragðið án þess þó að innihalda neinn sykur.
Share by: