Burrata á pestóbeði

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og Gersemar

Hér kemur ein dásamleg uppskrift sem ég mæli með að þið prófið að hafa með kvöldmatnum. Svakalega góð blanda og öðruvísi að hafa saman tómata og hindber!


Aðferð


  • 1 x súrdeigs baguette
  • Grænt pestó (140 g)
  • Piccolo tómatar (180 g)
  • Hindber (180 g)
  • 2 x Burrata ostur
  • Balsamik edik
  • 80 g pistasíukjarnar (saxaðir)
  • Fersk basilika
  • Ólífuolía


  1. Skerið baguette brauð í sneiðar, penslið með ólífuolíu og grillið stutta stund á hvorri hlið (eða hitið í ofni).
  2. Skerið tómatana niður, saxið pistasíur og basilíku og leggið til hliðar.
  3. Skiptið pestó niður í tvær grunnar skálar eða diska og smyrjið því aðeins upp á kantana.
  4. Setjið næst tómata og hindber yfir, þá burrata ost sem þið drisslið síðan balsamik ediki, vel af söxuðum pistasíum og smá basilíku.


Þú færð öll hráefni í þessa uppskrift í Fjarðarkaup!

18 January 2025
Hér kemur glæný uppskrift frá vinum okkar í Nóa sem er algjörlega frábær að prófa í byrjun árs þar sem Kellogg´s All bran er í aðalhlutverki.
18 January 2025
Hér höfum við alveg einstaklega góðan MUNA hafragraut sem inniheldur meðal annars bláber, banana, möndlur og auðvitað hafra. Hann er sætur og góður á bragðið án þess þó að innihalda neinn sykur.
Share by: