Rækjukokteil er hægt að gera í ýmsum útfærslum! Hann er einfaldur og afar klassískur forréttur/smáréttur og hér kemur mín útgáfa af slíkum, fersk og undur ljúffeng!
Rækjukokteill fyrir 6 manns
Rækjukokteill uppskrift
500 g stórar rækjur
1 sítróna (safinn)
1 mangó
1 avókadó
½ rauðlaukur
2 msk. kóríander
2 hvítlauksrif (rifin)
Salt og pipar eftir smekk
Salat til að skreyta með
Chilli majónes (sjá uppskrift hér að neðan)
Skolið og þerrið rækjurnar vel.
Skerið mangó og avókadó smátt niður og saxið rauðlauk og kóríander.
Kreistið sítrónusafann yfir rækjurnar og blandið síðan öllum öðrum hráefnum saman við.
Blandið öllu vel saman og skiptið niður í falleg glös á fæti.
Skreytið með kálblaði og toppið með chilli majónesi.
Hér höfum við alveg einstaklega góðan MUNA hafragraut sem inniheldur meðal annars bláber, banana, möndlur og auðvitað hafra. Hann er sætur og góður á bragðið án þess þó að innihalda neinn sykur.