Uppskrift í samstarfi við Gott í matinn
Það er hefð á mörgum heimilum að útbúa ís fyrir jólin. Margir halda sig við sömu uppskriftina sem hefur gengið í erfðir kynslóðanna á milli en aðrir vilja prófa eitthvað nýtt á hverju ári. Ég tilheyri síðari hópnum en mér finnst ótrúlega gaman að prófa nýjar uppskriftir og hef sjaldnast það sama í jólamatinn.
Hráefni
Aðferð
Mér finnst samt mikilvægt að eftirrétturinn henti öllum á heimilinu og þessi ís er tilvalinn fyrir alla fjölskylduna. Hann er ótrúlega léttur í sér og piparkökurnar og hvítt súkkulaðið passar sérstaklega vel saman. Aðferðin við ísgerðina gerir það að verkum að hann er eins léttur í sér og raun ber vitni. Ég nota nefnilega eggjahvíturnar líka en ég stífþeyti þær og blanda þeim svo varlega saman við ísblönduna. Þennan verðið þið bara að prófa!