Rjómasúkkulaðimús

Uppskrift í samstarfi við ljufalif.is / Nói

Rjómasúkkulaðiunnendur takið eftir! Hér kemur ein sú einfaldasta og ljúffengasta uppskrift af súkkulaðimús þó víða væri leitað!


Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift


Súkkulaðimús

  • 300 g Síríus rjómasúkkulaði
  • 500 ml rjómi
  • ¼ tsk. salt
  • 1 tsk. vanilludropar

Toppur/skreyting

  • 250 ml þeyttur rjómi
  • 50 g Síríus suðusúkkulaði með karamellu og sjávarsalti
  • Hindber


Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu


Súkkulaðimús


  1. Saxið súkkulaðið niður.
  2. Hitið 250 ml af rjómanum að suðu og hellið yfir súkkulaðið ásamt saltinu.
  3. Pískið saman þar til allt súkkulaðið er bráðið.
  4. Bætið þá restinni af rjómanum sem ekki var hitaður saman við í mjórri bunu og hrærið vel saman ásamt vanilludropunum.
  5. Þegar búið er að píska blönduna vel saman má setja lok á skálina og kæla blönduna í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt.
  6. Hellið þá kældri blöndunni í hrærivélarskálina og þeytið þar til áferðin minnir á léttþeyttan rjóma.
  7. Skiptið niður í skálar/glös og skreytið.

 

Toppur/skreyting 


  1. Sprautið þeyttum rjóma yfir hverja súkkulaðimús.
  2. Saxið suðusúkkulaðið niður og skreytið með því ásamt hindberjum.



18 January 2025
Hér kemur glæný uppskrift frá vinum okkar í Nóa sem er algjörlega frábær að prófa í byrjun árs þar sem Kellogg´s All bran er í aðalhlutverki.
18 January 2025
Hér höfum við alveg einstaklega góðan MUNA hafragraut sem inniheldur meðal annars bláber, banana, möndlur og auðvitað hafra. Hann er sætur og góður á bragðið án þess þó að innihalda neinn sykur.
Share by: