Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar
Ég hreinlega fæ ekki nóg af S’mores í hinum ýmsu útgáfum!
Þessi kaka var vægast sagt dásamleg. Það má ýmist grilla hana á útigrilli eða baka hana í ofni. Ég gerði hana á grillinu og það má vel útbúa kökudeigið sjálft með fyrirvara og síðan bara skella pönnunni á grillið stuttu áður en eftirrétturinn á að vera klár.
Ég var að smakka þetta súkkulaði í fyrsta skipti og NAMM!!!! Það er alveg geggjað!