S’mores kaka

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar


Ég hreinlega fæ ekki nóg af S’mores í hinum ýmsu útgáfum!

Þessi kaka var vægast sagt dásamleg. Það má ýmist grilla hana á útigrilli eða baka hana í ofni. Ég gerði hana á grillinu og það má vel útbúa kökudeigið sjálft með fyrirvara og síðan bara skella pönnunni á grillið stuttu áður en eftirrétturinn á að vera klár.


Uppskrift


Botn


  • 120 g smjör við stofuhita
  • 120 g púðursykur
  • 2 egg
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 200 g hveiti
  • 1 tsk. matarsódi
  • ¼ tsk. salt
  • 80 g súkkulaðidropar (dökkir)
  • 80 g saxað Marabou Daim Bites súkkulaði
  1. Þeytið smjör og púðursykur þar til létt og ljóst.
  2. Bætið eggjunum saman við, einu í einu og skafið niður á milli.
  3. Næst fara vanilludroparnir saman við og þá hveiti, matarsódi og salt.
  4. Skafið deigið vel niður og blandið síðan súkkulaðinu saman við með sleif.
  5. Smyrjið pönnu/mót að innan með smjöri og þjappið deiginu síðan niður í botninn.
  6. Hægt er að geyma deigið plastað í kæli í allt að 3 daga áður en það er grillað/bakað en ekki er þó þörf á að kæla það sérstaklega sé ætlunin að baka kökuna strax.
  7. Hafið grillið við 180°C hita (gott að slökkva á brennaranum undir pönnunni og notast við óbeinan hita.
  8. Grillið/bakið kökuna með lokað grillið í 15 mínútur, bætið þá toppinum á og lokið aftur í 3-5 mínútur eða þar til sykurpúðarnir gyllast og súkkulaðið bráðnar.


Toppur



  • 100 g Marabou Daim Bites súkkulaði
  • 100 g Lu Digestive hafrakex (brotið niður)
  • 130 g litlir sykurpúðar
  • 130 g súkkulaðidropar (dökkir)
  1. Raðið öllum hráefnum ofan á kökuna þegar hún hefur verið 15 mínútur á grillinu og bakið áfram í 3-5 mínútur.
  2. Gott er að bera kökuna fram með ís.


Ég var að smakka þetta súkkulaði í fyrsta skipti og NAMM!!!! Það er alveg geggjað!

15 April 2025
Þessi hátíðlega uppskrift að páskalambi frá Kjarnafæði sameinar hefðbundna íslenska matargerð við nýstárlegar útfærslur. Lambakjötið er borið fram með ljúffengri foyot-sósu, stökkum „roasties“ kartöflum, sveppa- og laukasalati ásamt steiktu brokkólíní og blaðkáli með ostinum Feyki. Fullkominn réttur fyrir veisluhöld um páskana.
8 April 2025
Hér á ferðinni er ofureinföld og undurljúffeng ostakaka! Guðrún Veiga gerði þessa uppskrift fyrir einhverju síðan og ég setti hana á listann minn og loksins náði ég að prófa! Það eina sem ég get sagt er „af hverju prófaði ég hana ekki fyrr“!