Rækjutaco

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar


Hér kemur ein súper sumarleg, holl og góð uppskrift!


Uppskrift

  • Fyrir 3-4 manns


Rækjutaco


  • 700 g risarækjur
  • Grillolía að eigin vali
  • 8-10 litlar vefjur
  • 3 avókadó
  • ½ mangó
  • ½ rauð paprika
  • ½ rauðlaukur
  • 2 msk. ferskur kóríander
  • Kóríandersósa (sjá uppskrift)
  1. Skolið og þerrið rækjurnar, marinerið upp úr grillolíu í að minnsta kosti klukkustund (ég notaði hunangs grillolíu þetta skiptið og það kom vel út).
  2. Skerið allt grænmeti/ávexti niður og blandið saman í skál og útbúið sósuna.
  3. Hitið vefjurnar og setjið saman eftir hentugleika.


Kóríandersósa


  • 1 ½ dós sýrður rjómi (270 g)
  • 1 lime (safinn)
  • 3 msk. saxaður kóríander
  • 1 rifið hvítauksrif
  • ½ tsk. salt
  • ½ tsk. pipar
  1. Pískið allt saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.

Namm!

15 April 2025
Þessi hátíðlega uppskrift að páskalambi frá Kjarnafæði sameinar hefðbundna íslenska matargerð við nýstárlegar útfærslur. Lambakjötið er borið fram með ljúffengri foyot-sósu, stökkum „roasties“ kartöflum, sveppa- og laukasalati ásamt steiktu brokkólíní og blaðkáli með ostinum Feyki. Fullkominn réttur fyrir veisluhöld um páskana.
8 April 2025
Hér á ferðinni er ofureinföld og undurljúffeng ostakaka! Guðrún Veiga gerði þessa uppskrift fyrir einhverju síðan og ég setti hana á listann minn og loksins náði ég að prófa! Það eina sem ég get sagt er „af hverju prófaði ég hana ekki fyrr“!