Súkkulaðiperlu smákökur

Uppskrift frá Nóa Siríus

 Smákökur

 Fjöldi 18-20 stykki 


  • 190 g hveiti 
  • 1 tsk. lyftiduft 
  • 1⁄2 tsk. matarsódi 
  • 1⁄2 tsk. salt 
  • 120 g smjör (við stofuhita) 
  • 100 g sykur 
  • 70 g púðursykur 
  • 1 egg 
  • 2 tsk. vanilludropar 
  • 50 g Síríus suðusúkkulaðidropar 
  • 50 g Síríus rjómasúkkulaðidropar 
  • 100 g Síríus súkkulaðiperlur 


1. Setjið hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt saman í skál, blandið saman og leggið til  hliðar. 

2. Þeytið saman smjör, sykur og púðursykur þar til blandan verður létt og ljós. 

3. Bætið egginu og vanilludropunum saman við, þeytið áfram og skafið niður á milli. 

4. Næst má blanda þurrefnunum saman við og hræra rólega. 

5. Að lokum er súkkulaðidropum og -perlum blandað saman við deigið. Gott er að nota  sleikju. 

6. Skiptið niður í 18-20 hluta og kælið í að minnsta kosti klukkustund (yfir nótt er líka í  lagi). 

7. Hitið ofninn í 170°C, rúllið hverjum hluta í kúlu og raðið þeim á bökunarplötur með  bökunarpappír. Hafið gott bil á milli. 

8. Bakið í 13-15 mínútur eða þar til kökurnar fara að gyllast á brúnunum, takið þær þá út  og kælið. 


Skraut


  • 200 g Síríus suðusúkkulaði (brætt) 
  • 100 g Síríus súkkulaðiperlur 




9. Dýfið hverri köku til hálfs í brætt súkkulaðið, skafið af botninum og raðið á  bökunarpappír. 

10. Stráið súkkulaðiperlum á súkkulaðið áður en það storknar.




15 April 2025
Þessi hátíðlega uppskrift að páskalambi frá Kjarnafæði sameinar hefðbundna íslenska matargerð við nýstárlegar útfærslur. Lambakjötið er borið fram með ljúffengri foyot-sósu, stökkum „roasties“ kartöflum, sveppa- og laukasalati ásamt steiktu brokkólíní og blaðkáli með ostinum Feyki. Fullkominn réttur fyrir veisluhöld um páskana.
8 April 2025
Hér á ferðinni er ofureinföld og undurljúffeng ostakaka! Guðrún Veiga gerði þessa uppskrift fyrir einhverju síðan og ég setti hana á listann minn og loksins náði ég að prófa! Það eina sem ég get sagt er „af hverju prófaði ég hana ekki fyrr“!