Súkkulaðikaka með poppsmell

Uppskrift frá Nóa Siríus

Botnar

Fyrir 10-12 manns


  • 240 g hveiti
  • 350 g sykur
  • 90 g Síríus kakóduft
  • 2 tsk. matarsódi
  • 1 tsk. salt
  • 4 egg
  • 250 ml súrmjólk
  • 150 ml matarolía
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 250 ml vatn (sjóðandi heitt)



1. Hitið ofninn í 160°C.

2. Hrærið saman öllum þurrefnum í eina skál og leggið til hliðar.

3. Pískið eggin og blandið súrmjólk, olíu, vanilludropum og vatni saman við.

4. Hellið vökvanum varlega saman við þurrefnin, hrærið og skafið niður á milli (deigið er þunnt).

5. Setjið bökunarpappír í botninn á fjórum 15 cm smelluformum og úðið vel með matarolíuspreyi.

6. Skiptið deiginu jafnt á milli formanna (það fara 370-380 g í hvert form) og bakið í 30-35 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á en ekki blautu deigi.

7. Kælið alveg og skerið svo ofan af botnunum svo þeir verði alveg sléttir.



Súkkulaðikrem

  • 250 g smjör (við stofuhita)
  • 40 g Síríus kakóduft
  • 3 msk. uppáhellt kaffi (kælt)
  • 60 ml rjómi
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 700 g flórsykur
  • Súkkulaði ganaché og skreyting
  • 100 g Síríus suðusúkkulaði (smátt saxað)
  • 60 ml rjómi
  • Nóa Poppsmellur með súkkulaði


8. Þeytið smjörið í stutta stund, bætið svo kakóduftinu saman við og hrærið áfram.

9. Bætið kaffi, rjóma og vanilludropum saman við og um þriðjung flórsykursins. Blandið vel og skafið niður hliðarnar á skálinni áður en þið setjið afganginn af flórsykrinum saman við. Hrærið síðan í nokkrar mínútur þar til kremið er þétt og loftkennt.

10. Smyrjið um 1 cm þykku lagi af kremi á milli botnanna og hjúpið næst alla kökuna með þunnu lagi af kremi. Sléttið úr kreminu eins og unnt er, bæði á toppnum og hliðunum en látið sjást aðeins í hliðarnar á botnunum fyrir grófara útlit.

11. Kælið kökuna í um 30 mínútur.





Súkkulaði ganaché og skreyting




  • 100 g Síríus suðusúkkulaði (smátt saxað)
  • 60 ml rjómi
  • Nóa Poppsmellur með súkkulaði




12. Saxið súkkulaðið og hitið rjómann að suðu. Hellið rjómanum yfir súkkulaðið. Pískið saman þar til allt súkkulaðið er bráðið, hrærið svo þar til blandan er farin að þykkna. Hellið yfir toppinn í nokkrum skömmtum. Ýtið örlitlu magni fram af brúninni með kökuspaða. Kælið í um 30 mínútur áður en þið skreytið með súkkulaðipoppi.







15 April 2025
Þessi hátíðlega uppskrift að páskalambi frá Kjarnafæði sameinar hefðbundna íslenska matargerð við nýstárlegar útfærslur. Lambakjötið er borið fram með ljúffengri foyot-sósu, stökkum „roasties“ kartöflum, sveppa- og laukasalati ásamt steiktu brokkólíní og blaðkáli með ostinum Feyki. Fullkominn réttur fyrir veisluhöld um páskana.
8 April 2025
Hér á ferðinni er ofureinföld og undurljúffeng ostakaka! Guðrún Veiga gerði þessa uppskrift fyrir einhverju síðan og ég setti hana á listann minn og loksins náði ég að prófa! Það eina sem ég get sagt er „af hverju prófaði ég hana ekki fyrr“!