Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar
Asískur matur er eitthvað sem fellur vel í kramið á þessu heimili. Þegar ég eldaði þessa súpu sögðu stelpurnar að lyktin minnti sig á Tæland og því fékk hún nafnið tælensk sumarsúpa.
Látið hráefnalistann ekki hræða ykkur því að elda þessa súpu í einum potti tekur ekki langan tíma og útkoman er himnesk. Ef það verður afgangur má svo bara setja lokið á pottinn aftur og geyma hann inn í ísskáp þar til næsta dag og hita súpuna þá upp.
Fyrir um 4-5 manns
Dásamlegi Le Creuset potturinn kemur frá Byggt & búið en þar er mikið úrval af þessum fallegu vörum. Að malla gómsæta súpu í fallegum potti gerir hana enn betri en ella og ekki skemmir fyrir að bera hana fram beint í pottinum. Litli svarti potturinn sem sést til hliðar er einnig lítill Le Creuset pottur en það er mjög skemmtilegt að bera fram ýmist meðlæti í þessum litlu pottum og nota ég mína mjög mikið undir slíkt.