Vefjur með kjúklingi og Sriracha sósu

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar


Um daginn gerði ég vefjur með 
Pulled pork sem voru brjálæðislega góðar! Ég gat ekki hætt að hugsa um þær og langaði að prófa einhverja svipaða girnilega uppskrift nema núna með kjúklingi. Úr varð að ég hægeldaði útbeinað kjúklingalærakjöt í BBQ sósu og setti á vefjurnar ásamt grænmeti og Sriracha sósu. Þetta var sko ofur gott og ég mæli mikið með!

Það var bjart og fallegt haustveður daginn sem ég var að semja þessa uppskrift og því læddist örlítill sumarfílingur með henni en mangó minnir mig alltaf á sumarið. Ætli það sé ekki líka gott að hafa sól í hjarta, því langt er víst í næsta sumar, tíhí!


Uppskrift

Fyrir um 4-5 manns


Kjúklingur

  • 900 g Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri
  • 1 rauðlaukur
  • ½ flaska Heinz Sweet BBQ sósa
  • 150 ml vatn
  • Kjúklingakrydd
  1. Affrystið kjúklingalærin, kryddið með kjúklingakryddi og raðið í ofnpott/fat sem hægt er að loka eða setja álpappír á.
  2. Hitið ofninn í 150°C.
  3. Skerið laukinn niður í 4 hluta og leggið í fatið (til að fá gott bragð).
  4. Sprautið BBQ sósunni yfir kjúklinginn, hellið vatninu í botninn og eldið í um 3 klukkustundir með lokið á.
  5. Takið út, leyfið aðeins að standa og tætið síðan niður með tveimur göfflum. Fjarlægið laukinn og blandið restinni af soðinu og sósunni saman við kjötið.


Vefjur og grænmeti

  • Mission Wraps vefjur með grillrönd
  • Kínakál
  • Kirsuberjatómatar
  • Mangó
  • Kóríander
  1. Skerið vefjurnar niður í 4 hluta og saxið allt grænmeti smátt.
  2. Raðið kjöti og grænmeti á hvern hluta og sprautið Sriracha sósu yfir allt.


Sriracha sósa


  • 100 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
  • 100 g majónes
  • 1-2 tsk. Tabasco Sriracha sósa
  • Pískið allt saman í skál, setjið í poka/flösku með litlu gati og sprautið yfir vefjurnar að vild.


 Tabasco Sriracha sósan er ný á markaðnum og fæst hún í Fjarðarkaup og í verslunum Hagkaups.

Hér hvarf í það minnsta kvöldmaturinn á augabragði svo það hljóta að teljast góð meðmæli með uppskriftinni!

18 January 2025
Hér kemur glæný uppskrift frá vinum okkar í Nóa sem er algjörlega frábær að prófa í byrjun árs þar sem Kellogg´s All bran er í aðalhlutverki.
18 January 2025
Hér höfum við alveg einstaklega góðan MUNA hafragraut sem inniheldur meðal annars bláber, banana, möndlur og auðvitað hafra. Hann er sætur og góður á bragðið án þess þó að innihalda neinn sykur.
Share by: