Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar
Um daginn gerði ég vefjur með Pulled pork sem voru brjálæðislega góðar! Ég gat ekki hætt að hugsa um þær og langaði að prófa einhverja svipaða girnilega uppskrift nema núna með kjúklingi. Úr varð að ég hægeldaði útbeinað kjúklingalærakjöt í BBQ sósu og setti á vefjurnar ásamt grænmeti og Sriracha sósu. Þetta var sko ofur gott og ég mæli mikið með!
Það var bjart og fallegt haustveður daginn sem ég var að semja þessa uppskrift og því læddist örlítill sumarfílingur með henni en mangó minnir mig alltaf á sumarið. Ætli það sé ekki líka gott að hafa sól í hjarta, því langt er víst í næsta sumar, tíhí!
Fyrir um 4-5 manns
Tabasco Sriracha sósan er ný á markaðnum og fæst hún í Fjarðarkaup og í verslunum Hagkaups.
Hér hvarf í það minnsta kvöldmaturinn á augabragði svo það hljóta að teljast góð meðmæli með uppskriftinni!