BBQ Borgarar

Það má hins vegar grilla hamborgara á ýmsa vegu og hér kemur ein undursamleg BBQ útfærsla fyrir ykkur sem er súpereinföld og bragðgóð!

Uppskrift


Hráefni


  • 4 stk 170g hamborgari
  •  4 stk hamborgarabrauð
  •  Hamborgarakrydd
  •  Heinz sweet BBQ sósa
  •  8 stk sneiðar af osti
  •  kál
  •  buff tómatar
  •  rauðlaukur
  •  steiktur laukur
  •  pikknikk kartöflusnakk
  • pepperonipylsur


Leiðbeiningar


  1. Skerið niður tómata, lauk og kál, geymið.
  2. Grillið hamborgarana á vel heitu grilli, kryddið og penslið með bbq sósu eftir smekk.
  3. Setjið 2 ostsneiðar á hvern hamborgara rétt í lokin og hitið brauðin á grillinu.
  4. Raðið saman því sem þið óskið á hamborgarann, setjið enn meiri bbq sósu yfir allt saman og berið fram með grilluðum pepperonipylsum, pikknikk og steiktum lauk. Einnig er gott að setja steikta laukinn á milli með grænmetinu.


Uppskrift fengin frá Gerum Daginn Girnilegan / Berglindi á gotteri.is

18 January 2025
Hér kemur glæný uppskrift frá vinum okkar í Nóa sem er algjörlega frábær að prófa í byrjun árs þar sem Kellogg´s All bran er í aðalhlutverki.
18 January 2025
Hér höfum við alveg einstaklega góðan MUNA hafragraut sem inniheldur meðal annars bláber, banana, möndlur og auðvitað hafra. Hann er sætur og góður á bragðið án þess þó að innihalda neinn sykur.
Share by: