Hér kemur ein dásamleg uppskrift sem ég mæli með að þið prófið og það má sannarlega alltaf grilla hvort sem það er sól, rigning eða snjór!
Aðferð
Fyrir 4-5 manns
Um 900 g ungnautafile (annað svipað nautakjöt)
6 msk. Caj P original grillolía
6 msk. Caj P hvítlauks grillolía
Chimichurri (sjá uppskrift að neðan)
Rósmarínkartöflur (sjá uppskrift að neðan)
Ristaðar furuhnetur
Klettasalat
Skerið nautakjötið í þunnar ílangar sneiðar (um ½ cm á þykkt) og leggið í skál með grillolíunum. Blandið öllu vel saman og leyfið að standa eins lengi og hægt er. Það má samt alveg grilla samstundis en bragðið verður enn betra ef kjötið fær aðeins að hvíla í leginum, þessvegna yfir nótt.
Hitið grillið upp í háan hita, þræðið nautakjötið upp á tein og grillið. Gott er að nota smá Pam matarolíusprey á hreint grillið, hafa það við háan hita og grilla kjötið stutt á hvorri hlið eða eftir því hversu vel þið viljið hafa það eldað.
Setjið klettasalt á fat, raðið nautaspjótunum ofan á, setjið vel af chimichurri yfir ásamt furuhnetum og berið fram með rósmarínkartöflum.
Chimichurri uppskrift
200 ml jómfrúarolía (virgin olive oil)
2 msk. rauðvínsedik
1 búnt steinselja (í potti)
½ búnt kóríander (í potti)
3 hvítlauksrif
1 skalottlaukur
1 rautt chilli
½ sítróna (safinn)
2 msk. oregano krydd
Salt og pipar eftir smekk
Saxið allt mjög smátt (steinselju, kóríander, hvítlauk,lauk og chilli).
Setjið önnur hráefni saman við og blandið vel saman, saltið og piprið eftir smekk og geymið í kæli fram að notkun.
Hér höfum við alveg einstaklega góðan MUNA hafragraut sem inniheldur meðal annars bláber, banana, möndlur og auðvitað hafra. Hann er sætur og góður á bragðið án þess þó að innihalda neinn sykur.