Butter Chicken Pizza

Uppskrift í samstarfi við Gerum daginn girnilegan


Er eitthvað betra en dýrindis máltíð sem er auðvelt að gera? Skemmtilegt og auðvelt fjölskylduuppáhald, þessi pizza á örugglega eftir að slá í gegn hjá öllum við matarborðið! Butter Chicken karrísósan frá Patak´s gefur henni ljúffengan, grillaðan ilm. Butter Chicken sósan frá Patak´s fæst í öllum helstu matvöruverslunum.

Uppskrift

1 skammtur


Hráefni

 

  • 1 stk Patak´s Butter Chicken sósa 450g
  • 75 g hreint jógúrt
  • 10 g pressaður hvítlaukur
  • 50 g kjúklingabringa
  • 1 stk pizzabotn
  • 250 g rifinn ostur
  • 150 g spínat
  • 50 g rauðlaukur
  • 24 stk kirsuberjatómatar
  • Salt og pipar eftir smekk


Meðlæti


  • Tilda hrísgrjón (soðin)
  • Patak‘s naan brauð með smjöri

Leiðbeiningar


  1. Hitaðu ofninn í 220°C
  2. Hrærið saman Butter Chicken sósuna, jógúrt, hvítlauk og salt.
    Blandið 3 msk (45 ml) af jógúrtsósunni saman við kjúklingabitana; setjið afganginn af jógúrtsósunni til hliðar.
    Lokið og marinerið kjúklinginn í 15 mínútur.
  3. Eldið kjúklinginn á pönnu.
    Dreifið restinni af jógúrtsósunni yfir pizzubotninn.
    Stráið 1/2 bolla af osti yfir pizzuna.
    Dreifið yfir spínati, lauk, kirsuberjatómötum (skorin hlið upp), og elduðum kjúklingi.
    Setjið svo efst 1/2 bolla (125 ml) af osti.
    Bakið beint á ofngrindi í 12 til 15 mínútur eða þar til ostur er bráðinn og freyðandi.



18 January 2025
Hér kemur glæný uppskrift frá vinum okkar í Nóa sem er algjörlega frábær að prófa í byrjun árs þar sem Kellogg´s All bran er í aðalhlutverki.
18 January 2025
Hér höfum við alveg einstaklega góðan MUNA hafragraut sem inniheldur meðal annars bláber, banana, möndlur og auðvitað hafra. Hann er sætur og góður á bragðið án þess þó að innihalda neinn sykur.
Share by: