Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar
Þessi kaka er ekki bara ein sú krúttlegasta sem ég hef gert heldur er þetta besta brownie kaka sem ég hef útbúið! NAMMMMMM!
Blaut súkkulaði brownie kaka með súkkulaði rjómaostakremi og súkkulaði Cadbury eggjum…..hvað er hægt að biðja um meira ég bara spyr?
Þetta er hin fullkomna páskakaka og ef það eru ekki að koma páskar þá er þetta samt ein sú besta kaka sem þið getið búið til svo hana má að sjálfsögðu útfæra fyrir hvaða tilefni sem er og skera út hvað sem hentar.
Hversu krúttlegt er þetta allt saman!
Það mætti síðan auðvitað líka frysta afskurðinn og útbúa svona krúttlegt góðgæti í krús síðar við skemmtilegt tilefni!
Þessi kaka er með skemmtilegri tilraunum sem ég hef gert og það er svo gaman þegar vel tekst til og útkoman verður alveg upp á 10, þessi fengi sko 11 ef það væri hægt!