Grænkálsbyggottó

- Móðir Jörð

INNIHALD


7,5 dl vatn 3 dl Perlubygg frá Móður Jörð 1 stór laukur 3 hvítlauksrif 3 grænkáls lauf 1-2 dl rjómi (eða jurtamjólk) 1 tsk salt 1,5 tsk broddkúmen Malaður svartur pipar Repjuolía til steikinga.


UPPSKRIFT


Saxið laukinn og hvítlaukinn. Fjarlægið stilkinn af grænkálinu og skerið kálið í strimla. Sjóðið byggið í vatni í 20 mínútur, sigtið og leggið til hliðar. Steikið laukinn og hvítlaukinn í olíunni þar til gullið, bætið þá grænkálinu saman við. Leyfið grænkálinu að mýkjast aðeins í olíunni. Bætið þá bygginu saman við og blandið vel. Bætið við kryddinu og vökvanum og látið hitna vel á pönnunni. Smakkið til með salti og pipar og berið fram.


Fleiri uppskriftir frá Móðir Jörð má finna inn á heimasíðu þeirra modirjord.is/uppskriftir/

18 January 2025
Hér kemur glæný uppskrift frá vinum okkar í Nóa sem er algjörlega frábær að prófa í byrjun árs þar sem Kellogg´s All bran er í aðalhlutverki.
18 January 2025
Hér höfum við alveg einstaklega góðan MUNA hafragraut sem inniheldur meðal annars bláber, banana, möndlur og auðvitað hafra. Hann er sætur og góður á bragðið án þess þó að innihalda neinn sykur.
Share by: