Hér eru á ferðinni undursamlegar og sumarlegar pavlovur sem eru frábærar í veisluna. Pavlovurnar eru með Mascarpone fyllingu sem bragðast eins og draumur!
Marengs
15-20 stk. eftir stærð
5 eggjahvítur
5 dl púðursykur
Þeytið eggjahvíturnar þar til þær byrja að freyða og bætið þá sykrinum saman við í nokkrum skömmtum.
Stífþeytið þar til topparnir halda sér og sprautið á bökunarplötu (eða setjið á með tveimur matskeiðum), búið til smá holu í miðjunni með skeið til að betra sé að sprauta fyllingunni í eftir bakstur.
Bakið við 110°C í 60 mínútur og leyfið marengsinum síðan að kólna inn í ofninum í að minnsta kosti klukkustund áður en fyllingin er sett í.
Fylling og skraut
200 g mascarpone ostur
50 g flórsykur
1 tsk. vanillusykur
300 ml rjómi
250 g jarðarber
2-3 ástaraldin
40 g saxað suðusúkkulaði
Blandið mascarpone osti, flórsykri og vanillusykri varlega saman í hrærivélarskál með þeytaranum.
Hellið þá rjómanum saman við og þeytið á meiri hraða þar til blandan verður stífþeytt eins og rjómi (varist að blanda of lengi).
Sprautið á pavlovurnar og toppið með jarðarberjum, ástaraldin og söxuðu súkkulaði.
Hér höfum við alveg einstaklega góðan MUNA hafragraut sem inniheldur meðal annars bláber, banana, möndlur og auðvitað hafra. Hann er sætur og góður á bragðið án þess þó að innihalda neinn sykur.