Lambakótilettur í Caj P

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar

Lambakjöt er grillmatur sem klikkar seint! Það er svo auðvelt að galdra fram dýrindis grillmáltíð með góðu kjöti og grillolíu. Ég vildi óska þið fynduð góða ilminn af þessu kjöti hér í gegnum færsluna!


Ekki skemmir fyrir að það sé hægt að grilla grænmetið líka á útigrillinu en það þarf hins vegar örlítið lengri tíma en kjötið svo það er gott að setja þá á aðeins á undan.

Lambakótilettur í Caj P uppskrift

Fyrir um 4-5 manns


Kótilettur uppskrift


  • Um 1,3 kg af kótilettum
  • Caj P Original grillolía
  1. Penslið kótiletturnar vel með grillolíu og leyfið þeim að standa við stofuhita í að minnsta kosti klukkustund áður en þær eru grillaðar.
  2. Grillið á vel heitu grilli og penslið 1-2 sinnum með grillolíu á meðan.


Grænmeti á grillið


  • 1 stór sæt kartafla (um 300 g)
  • 6-8 stk. sveppir
  • 8 stilkar ferskur aspas
  • ½ gul paprika
  • ½ rauð paprika
  • ½ laukur
  • Filippo Berio ólífuolía
  • Salt, pipar, hvítlauksduft, lambakjötskrydd
  1. Flysjið og skerið sætu kartöfluna niður í litla teninga (um 1×2 cm).
  2. Skerið allt annað grænmeti gróft niður.
  3. Setjið allt saman á grillpönnu, vel af ólífuolíu yfir og kryddið eftir smekk.
  4. Grillið á meðalháum hita í um 30 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar í gegn, hrærið reglulega í á meðan.


Grillsósa uppskrift


  • 170 g Heinz majónes
  • 70 g Philadelphia rjómaostur
  • ½ sítróna (safinn)
  • 2 rifin hvítlauksrif
  • 1 msk. saxaður graslaukur
  • 1 msk. Heinz Sweet BBQ sósa
  • 1 msk. sykur
  • 1 tsk. salt
  1. Pískið allt saman í skál þar til kekkjalaust.
  2. Geymið í kæli fram að notkun.


Þessi máltíð hentar fullkomlega heima við sem og í útilegunni. Það er þess vegna hægt að skera grænmetið niður heima og taka með í lokuðu í láti og einnig píska í sósuna!

15 April 2025
Þessi hátíðlega uppskrift að páskalambi frá Kjarnafæði sameinar hefðbundna íslenska matargerð við nýstárlegar útfærslur. Lambakjötið er borið fram með ljúffengri foyot-sósu, stökkum „roasties“ kartöflum, sveppa- og laukasalati ásamt steiktu brokkólíní og blaðkáli með ostinum Feyki. Fullkominn réttur fyrir veisluhöld um páskana.
8 April 2025
Hér á ferðinni er ofureinföld og undurljúffeng ostakaka! Guðrún Veiga gerði þessa uppskrift fyrir einhverju síðan og ég setti hana á listann minn og loksins náði ég að prófa! Það eina sem ég get sagt er „af hverju prófaði ég hana ekki fyrr“!