Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar
Linda frænka spurði hvort hún ætti ekki að gera „lútmílu“ í kartöflurnar þegar við vorum að grilla fyrir norðan í sumarfríinu. Ég vissi ekki hvað hún var að tala um en sagði bara já, ég er til! Þá hafði vinkona hennar frá Tékklandi gert þetta fyrir þau fyrir einhverjum árum og hún notað hugmyndina frá henni síðan þá. Ég hef aldrei fengið svona áður og þetta er algjör snilld í bakaða kartöflu, nammi namm!
Ég hef oft séð skafið innan úr kartöflum, þær fylltar og síðan bakaðar aðeins aftur en þetta er svo handhægt og sniðugt svona!
Fljótlegt og þægilegt að nota rifinn ost úr pokum í þessa uppskrift.