Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar
Ég er alltaf að reyna að finna upp á hollum og góðum uppskriftum og nýjasta nýtt hjá mér eru chiagrautar. Það þarf síðan alltaf að vera smá gúrme þegar ég er að útbúa mér svona hollustu og almáttugur minn hvað þessi útfærsla var góð!
Kókos- og möndlusmjörið er algjör hittari út á grautinn, berin síðan mjúk og sæt, kókosflögur og hnetur með smá kröns, þetta var allt saman + meira var hreinlega algjör negla!
Það er lítið mál að útbúa chiagrautinn með fyrirvara og setja síðan „topping“ á hann þegar þú ert að fara að borða eða til að grípa með í nesti. Það má einnig skipta uppskriftinni niður í krukkur og geyma grautinn þannig þangað til þið eruð tilbúin að borða hann. Ef þið eruð með gott lok á boxin/krukkurnar sem þið notið má geyma tilbúinn chiagraut í 3-5 daga í ísskápnum svo það er fullkomið að hræra í nokkrar krukkur í einu.
Uppskrift dugar í um 4 morgunverðarskálar